Hvað er Gjaldeyrir.is?
Gjaldeyrir.is er þjónustuvefur þar sem þú getur með einföldum hætti pantað gjaldeyrinn fyrir ferðina þína. Pöntunin
bíður þín svo í útibúi Arion banka í brottfararsalnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem sérstakur
þjónustufulltrúi annast afgreiðslu gjaldeyrisins svo allt gangi eins hratt og kostur er.
|
Hverjir geta pantað á Gjaldeyrir.is?
Einstaklingar með innlendan debetkortareikning geta pantað gjaldeyri á Gjaldeyrir.is, óháð viðskiptabanka umsækjanda.
|
Hvar sæki ég gjaldeyrinn?
Pantaður gjaldeyrir er afhentur í útibúi Arion banka í brottfararsal á annarri hæð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Afgreiðslutími útibús í brottfararsal miðar við flugáætlanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
|
Skiptir máli í hvaða banka ég er?
Það skiptir engu máli hver þinn viðskiptabanki er. Þegar þú sendir okkur gjaldeyrispöntun skráir þú úttektarreikning eða tékkaábyrgðanúmer á debetkortinu þínu
sem við skuldfærum fyrir gjaldeyriskaupunum.
|
Hvenær get ég sótt gjaldeyrinn minn?
Gjaldeyririnn þinn verður tilbúinn til afhendingar í útibúi Arion banka í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar tveimur tímum fyrir brottför.
|
Hvað get ég keypt mikinn gjaldeyri á Gjaldeyrir.is?
Hámarksupphæð sem einstaklingur með innlendan debetkortareikning getur pantað á Gjaldeyrir.is er kr. 1.000.000. Viðskiptavinir Arion banka geta pantað hærri fjárhæð í öðrum útibúum bankans á vef Arion banka.
|
Af hverju ætti ég að panta gjaldeyri?
Við vitum að ferðalög eru skemmtileg ævintýri en þeim fylgir líka mikill undirbúningur. Þess vegna bjóðum við þér að
panta ferðagjaldeyrinn með einföldum hætti á netinu svo þú þurfir ekki að bíða í röð í bankanum þínum. Þannig sparar
þú tíma sem þú getur notað í að lesa þér til um áfangastaðinn eða velja veitingastaði.
|
Á hvaða gengi kaupi ég gjaldeyrinn minn?
Við seljum þér erlendan gjaldeyri á því sölugengi sem er í gildi þegar pöntunin er afgreidd af starfsmönnum okkar.
Þegar þú pantar sérðu áætlaða greiðsluupphæð og viðmiðunargengi en athygli er vakin á að það gengi gæti hafa breyst
þegar kemur að afgreiðslu.
Gengið á Keflavíkurflugvelli er ekki það sama og í öðrum útibúum bankans. Sjá gengistöflu á Keflavíkurflugvelli.
|
Hvað kostar að panta gjaldeyri á netinu?
Þú greiðir fyrir erlenda gjaldeyrinn á gildandi sölugengi. Ofan á þá upphæð leggst 480 kr. afgreiðslugjald, nema fyrir viðskiptavini Arion banka en þeir greiða ekki afgreiðslugjald.
|
Get ég pantað gjaldeyri í farsíma eða spjaldtölvu?
Gjaldeyrir.is er skalanleg síða sem smellpassar á allar skjástærðir, hvort sem þú notar tölvu, snjallsíma eða
spjaldtölvu. Ef þú notar iPhone eða iPad getur þú sparað þér enn meiri tíma með því að vista flýtileið beint á
skjáborð snjalltækisins. Það er gert með því að opna Safari vafrann og slá inn www.gjaldeyrir.is, í vafranum er
smellt á
![]() |
Þarf að framvísa farseðli við kaup á gjaldeyri?
Nei, eftir breytingar á lögum um gjaldeyrismál sem tóku gildi 1. janúar 2017 eru reiðufjárúttektir ekki lengur háðar framvísun farmiða eða kvittunar vegna ferðalaga erlendis.
|